fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Svört staða í Laugardalnum og aðstæður sagðar óviðunandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 10:00

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Algjörlega óljóst er hvenær nýr knattspyrnuvöllur verður byggður í Laugardalnum en málið hefur verið til umræðu um langt skeið. Borgarstjórn Reykjavíkur, ríkisstjórn og KSÍ hafa ekki náð samkomulagi um hvernig og hvenær völlurinn verður byggður.

Í Fréttablaðinu í dag fjallað um ástandið sem nú ríkir á Laugardalsvelli og er það sagt óviðunnandi. „Aðstæður á Laugardalsvelli fyrir áhorfendur, veitingasölu og fleira eru óviðunandi. KSÍ ræddi á síðasta stjórnarfundi, sem fram fór í vikunni, athugasemdir sem sambandið fékk frá UEFA vegna aðstöðunnar á vellinum síðasta haust,“ segir í frétt Fréttablaðsins.

Þá var einnig rætt um vandræði við að fá fullnægjandi varaaflstöð fyrir landsleiki á Laugardalsvelli og þann mikla tilkostnað sem fylgir því. Myndeftirlitskerfið VAR verður notað í komandi leikjum og kostar það töluverða fjármuni.

Óvíst er hversu margir áhorfendur geta mætt á leiki Íslands í undankeppni HM í september, liðið leikur þá þrjá heimaleiki sem eru ansi mikilvægir.

Aukinn kostnaður hefur verið í kringum landsliðið á meðan tekjur hafa minnkað vegna takmarkanna hjá áhorfendum. Kom fram að hið búbblu-umhverfi landsliðanna kosti mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“