fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Klopp hefur ekki áhuga á að hafa fleiri leikmenn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Jurgen Klopp stjóri Liverpool ætlar að kaupa leikmenn þá verður hann fyrst að selja leikmenn sem fyrir eru. Klopp vill ekki stærri leikmannahóp en hann hefur í höndunum í dag.

Stuðningsmenn Liverpool hafa kallað eftir frekari styrkingum en Liverpool hefur í sumar krækt í Ibrahima Konate í hjarta varnarinnar.

„Það er opinn gluggi og allir eiga von á því að við fáum leikmenn, við sjáum hvað gerist,“ sagði Klopp.

„Förum í gegnum hópinn okkar, viltu nýjan bakvörð? Nýjan markvörð? Við erum með góða leikmenn þer.“

„Á miðsvæðinu höfum við mikla reynslu í Thiago, Fabinho, (Jordan) Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita.“

„Við erum líka með spennandi leikmenn í Harvery Elliott og Crutis Jones. Framarlega erum við svo með Sadio Mane, Roberto Firmino, Mohamed Salah, Diogo Jota, Xherdan Shaqiri, Takumi Minamino og Divock Origi. Ég er eflaust að gleyma einhverjum því við erum með stóran hóp.“

„Það þarf breytingar við og við en það þarf að vera pláss til þess. Við viljum ekki hafa fleiri leikmenn, ef eitthvað gerist þá gerist það en ég vil ekki stærri hóp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt
433Sport
Í gær

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim