Liverpool mun samkvæmt fréttum í Englandi og Spáni leiða kapphlaupið um Renato Sanches miðjumann Lille í Frakklandi.
Félagið hefur sett 40 milljón punda verðmiða og er Liverpool talið líklegasti áfengastaður kappans. Barcelona hefur einnig áhuga en vegna fjárhagsstöðu félagins verður líklega ekki af því.
Leikmaðurinn er talinn vilja yfirgefa frönsku meistarana í Lille í sumar en hann var lykilmaður þar á síðasta tímabili. Hann var áður hjá Bayern Munich þar sem allt gekk á afturfótunum.
Ef hann kemur til Liverpool verður þetta aðeins annar leikmaðurinn í sumar til þess að skrifa undir hjá félaginu en Ibrahima Konate gekk til liðsins fyrr í sumar.
Jurgen Klopp sagði á blaðamannafundi í vikunni að von gæti verið á fleiri leikmönnum til félagsins áður en félagsskiptaglugginn lokar 31. ágúst. Jeremy Doku, leikmaður Rennes, hefur einnig verið orðaður við Liverpool.