fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Áfall fyrir PSG – Óttast að Ramos verði lengi frá

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 13:04

Sergio Ramos.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos gæti verið frá næstu tvo mánuðina samkvæmt fréttum í Frakklandi. Spænski varnarmaðurinn er sagður meiddur á læri.

Ramos kom á frjálsri sölu til PSG í sumar en hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð hjá Real Madrid.

Mikil spenna er í herbúðum PSG eftir að félagið krækti í Lionel Messi í gær en félagið hefur styrkt sig mikið í sumar.

Ramos er 35 ára gamall en hann fékk tveggja ára samning hjá PSG á meðan Real Madrid var aðeins til í að framlengja um eitt ár, vegna þeirra meiðsla sem hann hafði glímt við.

Ef marka má franska fjölmiðla er ekki líklegt að Ramos verði klár í slaginn á nýjan leik fyrr en í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila