fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Allt það helsta frá fréttamannafundi Messi í París: „Ég get ekki gefið upp dagsetningu“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 10:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi var kynntur til leiks á fréttamannafundi í París í dag en þessi magnaði knattspyrnumaður skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær.

PSG ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni og eru kaupin á Messi stórt skref í átt að því markmiði.

Hér að neðan er allt það helsta frá fréttamannafundi Messi í París:

Um brotthvarfið frá Barcelona:
„Allt sem hefur gerst síðustu vikuna hefur verið erfitt, þetta gerðist hratt og tók á andlega. Ég er spenntur fyrir þessu nýja lífi með fjölskyldu minni. Ég er mjög glaður, ég hef farið upp og niður þessa vikuna en þetta er að lagast.“

Getty Images

„Þeir þekkja mig hérna og vita að ég vil vinna, ég er sigurvegari.“

Messi um Pochettino:
„Þjálfarinn og þjálfaraliðið var stór hluti af mínum viðræðum, þegar ég sá að þetta var möguleiki þá ræddi ég strax við hann. Ég hef þekkt hann lengi, það að við séum báðir frá Argentínu hjálpaði mikið. Við ræddum saman og það hjálpaði til við ákvörðun mína.“

 

Messi um Neymar:
„Ég þekki hann vell, ég get ekki beðið eftir því að spila með öllum liðsfélögum mínum. VIð höfum allir sama markmið, ég og Neymar erum betri saman. Neymar var ein af ástæðum þess að ég kom, ég þekki alla liðsfélaga mína. Við höfum allir tekist á innan vallar.“

Af hverju PSG?
„Þetta er félag sem hefur keypt vel inn í sumar, þeir voru nálægt því að vinna Meistaradeildina undanfarin ár. Ég kom hér til að gera mitt besta við að hjálpa til við það. Mitt markmið er að vinna Meistaradeildina aftur og þetta er rétti staðurinn.“

Hvenær verður fyrsti leikurinn?
„Ég hef ekki spilað í mánuð, ég hef rætt við þjálfaraliðið. Þegar ég er klár í að spila þá mun ég spila, ég get ekki gefið upp dagsetningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur