fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Kom með uppástungu fyrir Ronaldo en stjarnan hló að honum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 21:30

Cristiano Ronaldo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Fonte, portúgalskur varnarmaður Lille, segir að Cristiano Ronaldo hafi hlegið er hann stakk upp á að stjarnan gengi til liðs við franska félagið.

Fonte var í viðtali hjá talkSPORT. Þar ræddi hann meðal annars um félagaskipti Lionel Messi til Paris Saint-Germain.

Hinn 34 ára gamli Messi hefur verið kynntur til leiks hjá PSG. Hann kemur þangað eftir að hafa verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri. Leikmaðurinn vildi ekki fara en Börsungar eiga í fjárhagsvandræðum og höfðu ekki efni á að semja við hann.

,,Mér liður frábærlega því það er ótrúlegt að heyra að leikmaður eins og Lionel Messi sé kominn í franskan fótbolta, í deildina okkar,“ sagði Fonte.

,,Þetta er spennandi fyrir keppninauta okkar. Þetta verður erfiðara fyrir okkur en við erum til í þessa áskorun. Ég sendi Cristiano skilaboð á hverjum degi um það hvort hann vilji ekki koma til Lille. Hann svarar bara ‘ha ha ha’.“

Lille varð óvænt franskur meistari síðasta vor. PSG hefur svarað því á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Ásamt Messi hafa leikmenn á borð við Gini Wijnaldum, Sergio Ramos, Gianluigi Donnarumma og Achraf Hakimi gengið til liðs við félagið.

Jose Fonte var áður á mála hjá West Ham, Crystal Palace og Southamton í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Í gær

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Í gær

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool