fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Kom með uppástungu fyrir Ronaldo en stjarnan hló að honum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 21:30

Cristiano Ronaldo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Fonte, portúgalskur varnarmaður Lille, segir að Cristiano Ronaldo hafi hlegið er hann stakk upp á að stjarnan gengi til liðs við franska félagið.

Fonte var í viðtali hjá talkSPORT. Þar ræddi hann meðal annars um félagaskipti Lionel Messi til Paris Saint-Germain.

Hinn 34 ára gamli Messi hefur verið kynntur til leiks hjá PSG. Hann kemur þangað eftir að hafa verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri. Leikmaðurinn vildi ekki fara en Börsungar eiga í fjárhagsvandræðum og höfðu ekki efni á að semja við hann.

,,Mér liður frábærlega því það er ótrúlegt að heyra að leikmaður eins og Lionel Messi sé kominn í franskan fótbolta, í deildina okkar,“ sagði Fonte.

,,Þetta er spennandi fyrir keppninauta okkar. Þetta verður erfiðara fyrir okkur en við erum til í þessa áskorun. Ég sendi Cristiano skilaboð á hverjum degi um það hvort hann vilji ekki koma til Lille. Hann svarar bara ‘ha ha ha’.“

Lille varð óvænt franskur meistari síðasta vor. PSG hefur svarað því á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Ásamt Messi hafa leikmenn á borð við Gini Wijnaldum, Sergio Ramos, Gianluigi Donnarumma og Achraf Hakimi gengið til liðs við félagið.

Jose Fonte var áður á mála hjá West Ham, Crystal Palace og Southamton í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur