fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sjáðu Messi með nýju treyjuna – Númer hans staðfest

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 20:03

Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi hefur verið formlega kynntur til leiks hjá Paris Saint-Germain. Hann mun leika í treyju númer 30.

Hinn 34 ára gamli Messi hafði verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri. Hann vildi vera áfram en félagið hafði ekki efni á að gefa honum nýjan samning vegna fjárhagsvandræða.

Messi skrifar undir tveggja ára samning við PSG en samningurinn er með ákvæði um að framlengja hann til ársins 2024 ef aðilar hafa áhuga á slíku.

Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan.

Neymar, ein af stjörnum PSG og vinur Messi frá tíma þeirra saman hjá Barcelona, bauð honum að taka treyju númer 10 í hans stað. Messi lék lengst af í þeirri treyju hjá Barcelona. Argentínumaðurinn hefur greinilega afþakkað það og verður númer 30. Hann bar það númer á sínum yngri árum hjá Barcelona.

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano birti mynd af Messi með treyju PSG á Twitter. Hana má sjá hér fyrir neðan.

Þá birti félagið myndband á Twitter þar sem má sjá treyju Messi, númer 30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum