Lionel Messi er mættur út á flugvöll í Barcelona og mun skrifa undir samning hjá PSG í dag. Þetta staðfesti faðir hans og sagði að Messi myndi skrifa undir hjá PSG í dag. Messi flýgur með einkaflugvélinni sem hann á.
Messi mun skrifa undir tveggja ára samning við PSG en samningurinn er með ákvæði um að framlengja hann til ársins 2024 ef aðilar hafa áhuga á slíku.
Með Messi í för var eiginkona hans og börn, auk Jorge Messi sem er faðir hans og umboðsmaður.
Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan.
Messi sem er 34 ára gamall hefur spilað með Barcelona alla tíð og ætlaði að vera áfram, fjárhagstaða félagsins er slæm og gat félagið ekki framlengt við Messi.
Messi and his family are on their way to Paris ✈️🇫🇷
(via @mariagarridos)pic.twitter.com/kmm9f0R1WY
— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 10, 2021