fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Allt klappað og klárt: Messi hefur samþykkt tilboð PSG – Þetta verða launin

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 10:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi og Paris Saint-Germain hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör. Þessi magnaði leikmaður heldur til Parísar innan tíðar til að kvitta undir samning.

Messi mun skrifa undir tveggja ára samning við PSG en samningurinn er með ákvæði um að framlengja hann til ársins 2024 ef aðilar hafa áhuga á slíku.

Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan.

Messi sem er 34 ára gamall hefur spilað með Barcelona alla tíð og ætlaði að vera áfram, fjárhagstaða félagsins er slæm og gat félagið ekki framlengt við Messi.

Lionel Messi grét á blaðamannafundi í fyrradag er hann kvaddi uppeldisfélag sitt, Barcelona. „Ég og fjöldskyldan mín vorum sannfærð um að við myndum vera hérna áfram, heima,“ sagði hann á blaðamannafundi á sunnudaginn.

Neymar fyrrum liðsfélagi Messi hjá Barcelona hefur boðið honum að fá treyju númer 10 í París, Neymar vill ólmur fá sinn gamla vin til Parísar. Messi hefur hins vegar afþakkað það boð samkvæmt frönskum fjölmiðlum.

Þar segir að Messi vilji ekki taka treyjuna af Neymar og fari frekar í treyju númer 19, það númer notaði hann til að byrja með hjá Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur