Lionel Messi og Paris Saint-Germain hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör. Þessi magnaði leikmaður heldur til Parísar innan tíðar til að kvitta undir samning.
Messi mun skrifa undir tveggja ára samning við PSG en samningurinn er með ákvæði um að framlengja hann til ársins 2024 ef aðilar hafa áhuga á slíku.
Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan.
Messi sem er 34 ára gamall hefur spilað með Barcelona alla tíð og ætlaði að vera áfram, fjárhagstaða félagsins er slæm og gat félagið ekki framlengt við Messi.
Lionel Messi joins PSG… HERE WE GO! Total agreement completed on a two-years contract. Option to extend until June 2024. Salary around €35m net per season add ons included. 🇦🇷🇫🇷 #Messi
Messi has definitely accepted PSG contract proposal and will be in Paris in the next hours. pic.twitter.com/DiM5jNzxTA
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2021
Lionel Messi grét á blaðamannafundi í fyrradag er hann kvaddi uppeldisfélag sitt, Barcelona. „Ég og fjöldskyldan mín vorum sannfærð um að við myndum vera hérna áfram, heima,“ sagði hann á blaðamannafundi á sunnudaginn.
Neymar fyrrum liðsfélagi Messi hjá Barcelona hefur boðið honum að fá treyju númer 10 í París, Neymar vill ólmur fá sinn gamla vin til Parísar. Messi hefur hins vegar afþakkað það boð samkvæmt frönskum fjölmiðlum.
Þar segir að Messi vilji ekki taka treyjuna af Neymar og fari frekar í treyju númer 19, það númer notaði hann til að byrja með hjá Barcelona.
BREAKING | Lionel Messi & Paris Saint-Germain have agreed terms on his move to the French capital.
More from @AdamCrafton_https://t.co/GRvGDNypQZ pic.twitter.com/nqFWoNr03p
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 10, 2021