John Stones varnarmaður Manchester City hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið. Félagið staðfesti þetta nú rétt í þessu.
Stones virtist ekki eiga neina framtíð hjá City fyrir ári síðan en steig hressilega upp og var lykilmaður þegar liðið pakkaði saman ensku deildinni á síðustu leiktíð.
Stones átti aðeins ár eftir af samningi sínum en hefur nú gert samning til 2026 sem færir honum 47 milljónir króna í vikulaun.
„Ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði þessi 27 ára varnarmaður.
„Ég elska að vera hlutia f þessum hóp, það eru svo margir gæða leikmenn hérna og ég veit að við getum haldið áfram að vinna titla. Það er það sem ég einbeit mér að.“
„Við höfum náð frábærum árangri síðustu fjögur ár, að vera hluti af þessu liði er algjör draumur og ég vil bara halda áfram að vinna.“
Stones lék áður með Everton en hann var lykilmaður í enska landsliðinu sem fór í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar.