fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Messi sögur dagsins – Manchester United reynir að klófesta hann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 08:38

Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vantar ekki kjaftasögurnar um einn besta knattspyrnumann sögunnar, Lionel Messi þessa dagana. Messi er án félags eftir að Barcelona varð að láta hann fara.

Eins og frægt er var Messi að gera nýjan samning við Barcelona þegar spænska deildin kom í veg fyrir það, fjárhagur Barcelona er slæmur og getur félagið ekki aukið kostnað hjá sér.

Búist er við því að Messi fari til PSG í Frakklandi og er það afar líklegt, hinar ýmsu kjaftasögur eru hins vegar í gangi.

Þannig kemur fram að Barcelona hafi í gær reynt að sannfæra Messi á nýjan leik en það verður að teljast ólíklegt að fjárhagur félagsins hafi batnað mikið á síðustu tveimur dögum.

Samkvæmt fréttum hefur Manchester United áhuga á því að krækja í Messi en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.

Messi slakar nú á í Barcelona en búist er við því að hann taki ákvörðun um að ganga í raðir PSG síðar í þessari viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur