fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Blikar unnu öruggan sigur – Stjarnan í bullandi fallbaráttu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 21:14

. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann góðan útisigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Leikurinn var liður í 16. umferð.

Viktor Karl Einarsson kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik með glæsilegu marki.

Höskuldur Gunnlaugsson tvöfaldaði forystu Blika á 33. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu.

Breiðablik leiddi sanngjarnt í hálfleik.

Höskuldur gerði sitt annað mark á 54. mínútu. Hann afgreiddi boltann þá smekklega í netið eftir góðan sprett.

Stjarnan minnkaði muninn þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks. Þar var að verki Oliver Haurits. Hann skoraði þá eftir fyrirgjöf frá Heiðari Ægissyni.

Nær komust heimamenn þó ekki. Lokatölur 1-3.

Breiðablik er í þriðja sæti deildarinnar með 29 stig. Liðið er stigi á eftir Víkingum og 4 stigum á eftir Val. Blikar eiga þó leik til góða á bæði lið.

Stjarnan er í níunda sæti með 16 stig, aðeins 3 stigum fyrir ofan HK sem er í fallsæti.

 

Viktor Karl Einarsson kom Blikum yfir í leiknum. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Í gær

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Í gær

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United