Systir Neymar, Rafaella Santos, virðist vera með það alveg á hreinu að Lionel Messi sé að leið til Paris Saint-Germain. Það er ef tekið er mark á skrifum hennar á Instagram.
Hinn 34 ára gamli Messi hefur yfirgefið Barcelona. Hann hefur verið hjá Börsungum frá 13 ára aldri. Félagið hafði hins vegar ekki efni á að gera nýjan samning vegna gríðarlegra fjárhagsvandræða. Leikmaðurinn neyðist því til að fara.
Það þykir nánast pottþétt að Argentínumaðurinn sé á leið til PSG.
Antonela Roccuzzo, eiginkona Messi, setti mynd af þeim ásamt börnum þeirra á Instagram. Undir myndina skrifaði Rafella ,,Velkomin fallega.“
Neymar spilar auðvitað með PSG. Hann er talinn hafa tekið þátt í því að lokka Messi til félagsins.
Það er því nokkuð ljóst að Rafaella var að bjóða Rocuzzo velkomna til Parísar.