fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Messi tekur fram úr Kim Kardashian – Aðeins einn fyrir ofan hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 17:50

Kim Kardashian. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentíski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi er nú með næstflesta fylgjendur á Instagram. Hann hefur tekið fram úr Kim Kardashian.

Hinn 34 ára gamli Messi hefur mikið verið í umræðunni síðustu daga vegna yfirvofandi félagaskipta hans til Paris Saint-Germain. Hann hefur verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri. Félagið hafði hins vegar ekki efni á að gera nýjan samning vegna gríðarlegra fjárhagsvandræða. Leikmaðurinn neyðist því til að fara.

Umræðan um hann hefur þó greinilega reynst ágætis auglýsing fyrir leikmanninn þar sem hann hefur nú tekið fram úr Kim á Instagram. Messi hefur nú 245 milljónir fylgjenda. Kim hefur 242 milljónir.

Cristiano Ronaldo er með flesta fylgjendur á forritinu. Þeir eru 324 milljónir talsins.

Ronaldo og Messi hafa einmitt um árabil verið taldir með bestu knattspyrnumönnum sögunnar.

Cristiano Ronaldo.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Í gær

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Í gær

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United