Sögur þess efnis að Lionel Messi sé mættur til Parísar til að ganga í raðir PSG eru rangar, hann er staddur í Barcelona og slakar þar á.
Lionel Messi grét á blaðamannafundi í gær er hann kvaddi uppeldisfélag sitt, Barcelona. Argentínumaðurinn er líklegur til að fara til PSG á frjálsri sölu en kappinn sagði að ekki væri búið að ákveða neitt. Búist var við að hann myndi endurnýja samning sinn við Barcelona í sumar en félagið er í fjárhagskröggum og gat ekki samið við Messi.
„Ég og fjöldskyldan mín vorum sannfærð um að við myndum vera hérna áfram, heima,“ sagði hann á blaðamannafundi á sunnudaginn.
Messi slakar nú á heimili sínu í Katalóníu og var að skella sér í sundlaugina með börnunum sínum þegar fréttamaður Sky Sports var fyrir utan heimili hans.
Fram kemur að einkaflugvél Messi sé klár á flugvellinum í Barcelona og að 17 einstaklingar muni ferðast með henni þegar Messi tekur ákvörðun.
🚨 BREAKING🚨
Lionel Messi has been seen at his house in Barcelona looking relaxed ahead of his move to PSG
[via @gary_cotterill] pic.twitter.com/rLhRZ3V7Bc
— Football Daily (@footballdaily) August 9, 2021