Endurkoma Romelu Lukaku til Chelsea er svo gott sem staðfest. Framherjinn frá Belgíu fór í læknisskoðun á Ítalíu í dag.
Lukaku er á förum frá Inter eftir tvö ár hjá félaginu en Thomas Tuchel hefur ólmur viljað fá inn framherja í sumar. Chelsea hafði mestan áhuga á Erling Haaland en Dortmund neitar að selja hann í sumar.
Lukaku var næstu á blaði og hefur Chelsea samþykkt að borga 98 milljónir punda fyrir framherja Inter. Lukaku verður næst dýrasti leikmaður í sögu enska boltans, aðeins Jack Grealish sem Manchester City keypti á dögunum er dýrari.
Lukaku sást yfirgefa læknisskoðunina í Mílan með treyju Chelsea í höndunum sem staðfestir að félagaskiptin séu að ganga í gegn.
Chelsea mun klára kaupin á Lukaku og félagið vonast svo eftir því að klófesta Jules Kounde varnarmann Sevilla. Svona gæti byrjunarlið Chelsea þá litið út.