Lionel Messi grét á blaðamannafundi í gær er hann kvaddi uppeldisfélag sitt, Barcelona. Argentínumaðurinn er líklegur til að fara til PSG á frjálsri sölu en kappinn sagði að ekki væri búið að ákveða neitt. Búist var við að hann myndi endurnýja samning sinn við Barcelona í sumar en félagið er í fjárhagskröggum og gat ekki samið við Messi.
„Ég og fjöldskyldan mín vorum sannfærð um að við myndum vera hérna áfram, heima,“ sagði hann á blaðamannafundi á sunnudaginn.
Búist er við að Messi skrifi undir hjá PSG á allra næstu dögum en launin hans þar verða ekkert slor. Messi mun þéna 25 milljónir evra á tímabili sem gerir 3,7 milljarða íslenskra króna. Búist er við að hann geri tveggja ára samning.
Að auki fær Messi 3,7 milljarða fyrir það eitt að skrifa undir hjá PSG. Messi mun því fyrir árin tvö fá rúma 11 milljarða íslenskra króna.
Laun Messi
3,7 milljarðar á ári
71,3 milljónir á viku
10,2 milljónir á dag
424 þúsund á klukkustund
7 þúsund á mínútuna