fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

United tilbúið að selja Martial – Kemur franskur landsliðsmaður inn í hans stað?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er samkvæmt enskum blöðum tilbúið til þess að selja Anthony Martial framherja félagsins í sumar. Félagaskiptaglugginn lokar í lok ágúst.

Martial sem er 25 ára gamall er á óskalista Inter Milan til að fylla skarð Romelu Lukaku sem er að ganga í raðir Chelsea.

Manchester United seldi Lukaku til Inter fyrir tveimur árum og setti Ole Gunnar Solskjær allt sitt traust á Martial í sóknarleiknum.

Franski framherjinn var öflugur til að byrja með en var í vandræðum á síðustu leiktíð, meiðsli hrjáðu þá franska framherjann.

Martial er 25 ára gamall en sagt er að United sé tilbúið að selja hann fyrir 50 milljónir punda en Inter fær tæpar 100 milljónir punda fyrir Lukaku.

Í enskum blöðum kemur fram að United gæti hugsað sér að fylla skarð Martial með því að fá Antoine Griezmann frá Barcelona en sá er til sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp