fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Pedri leikjahæsti leikmaður Evrópu á árinu

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 7. ágúst 2021 21:27

Pedri. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pedri, leikmaður Barcelona og spænska landsliðins, lék sinn 73. leik á árinu í dag er Spánn og Brasilía mættust í úrslitaleik Ólympíumóts karla í fótbolta.

Pedri er einungis 18 ára gamall og er talinn einn efnilegasti leikmaður heims um þessar mundir. Hann lék með Barcelona á Spáni á síðasta tímabili, fór síðan beint á EM 2020 með spænska landsliðinu og í kjölfar þess fylgdi hann hópnum á Ólympíuleikana í Tókýó.

Pedri var valinn besti ungi leikmaður mótsins á EM 2020 en allar 55 sendingar hans í venjulegum leiktíma í undanúrslitaleiknum gegn Ítalíu rötuðu á samherja.

Helstu styrkleikar ungstirnisins eru sendingargeta hans, yfirvegun á boltanum, leikskilningur og yfirburða teknískir hæfileikar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina