Manchester United fór illa með Everton í æfingarleik liðanna í dag. Leikið var á Old Trafford.
Man Utd vann leikinn örugglega með fjórum mörkum gegn engu.
Mason Greenwood skoraði fyrsta mark heimamanna á 8. mínútu eftir slæm mistök Jordan Pickford í marki Everton. Harry Maguire tvöfaldaði forystu United sjö mínútum síðar með skalla úr hornspyrnu. Bruno Fernandes skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 29. mínútu og Diogo Dalot bætti við fjórða markinu í uppbótartíma.
Nokkrir leikmenn léku sinn fyrsta leik í liði United eftir að EM 2020 lauk fyrr í sumar en þeir David De Gea, Harry Maguire, Luke Shaw og Bruno Fernandes voru allir í byrjunarliðinu.