Leicester City bar sigur úr býtum gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag. Leikið var á Wembley leikvangnum í London.
Það var markalaust fram á 88. mínútu þegar Leicester fékk víti eftir mistök frá Nathan Aké í vörn Man City. Kelechi Iheanacho sem kom inn á sem varamaður fór á punktinn og skoraði gegn sínum gömlu félögum. Hann neitaði þó að fagna markinu í virðingarskyni við Englandsmeistarana.
Þetta er annar titill Leicester City á árinu en liðið tryggði sér FA bikarinn á síðasta tímabili með 1-0 sigri gegn Chelsea í úrslitaleiknum.
Lokatölur:
Leicester City 1 – 0 Manchester City
1-0 Kelechi Iheanacho (’88, víti)