fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Brasilía Ólympíumeistari karla í fótbolta

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 7. ágúst 2021 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilía er Ólympíumeistari karla í fótbolta eftir sigur á Spáni í úrslitaleik liðanna í dag.

Matheus Cunha kom Brasilíumönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Dani Alves en Richarlison hafði brennt af víti nokkrum mínútum fyrr. Það var svo Mikel Oyarzabal sem jafnaði fyrir Spánverja með frábæru marki á 61. mínútu. Það var ekki meira skorað í venjulegum leiktíma og fór leikurinn í framlengingu.

Malcom, leikmaður Barcelona á Spáni kom inn á sem varamaður fyrir Brasilíu og skoraði sigurmarkið á 109. mínútu. Spánverjar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en Brasilía stóð af sér sóknir þeirra og hreppti gullið í leikslok.

Þetta er annar Ólympíusigur brasilíska karlalandsliðsins í fótbolta í röð en liðið vann einnig gullið árið 2016 eftir sigur gegn Þjóðverjum í vítaspyrnukeppni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Í gær

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Í gær

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham