Jordan Pickford gerðist sekur um slæm mistök í æfingaleik Manchester United og Everton í dag. Markvörðurinn, sem stóð sig frábærlega á EM 2020 með enska landsliðinu missti boltann úr lúkunum og gaf Mason Greenwood boltann sem skoraði í autt markið.
Manchester United er komið í 2-0 forystu en Harry Maguire bætti við öðru marki heimamanna með skalla úr hornspyrnu.
Fyrsta markið má sjá hér að neðan.
Pickford 👀
— SPORTbible (@sportbible) August 7, 2021