Harry Kane, framherji Tottenham segir að hann hafi aldrei neitað að mæta á æfingar og staðfestir að hann mæti aftur til félagsins á laugardaginn kemur. BBC segir frá. Kane hefur verið í löngu fríi síðan að EM 2020 lauk og mætti ekki í Covid próf á mánudaginn eins og ætlast var til.
Kane trúði því að hann hefði náð heiðursmannasamkomulagi við Daniel Levy, forseta Tottenham um að yfirgefa félagið í sumar. Hann segist sár yfir athugasemdum sem komu fram í vikunni um að hann hefði hagað sér ófagmannlega.
„Ég vil ekki fara út í smáatriðin, en ég vil koma því á framfæri að ég myndi aldrei, og hef aldrei neitað að mæta á æfingar. Ég mæti aftur til Tottenham á morgun samkvæmt áætlun,“ skrifaði hann á Twitter.
„Ég myndi aldrei gera neitt til að stofna sambandi mínu við stuðningsmennina í hættu. Þeir hafa alltaf stutt við bakið á mér síðan ég kom til félagsins og það hefur verið engin breyting á því.“
Pep Guardiola þjálfari Manchester City hefur staðfest áhuga City á Kane. Guardiola sagði jafnframt að öll félög í heiminum hefðu áhuga á að fá hann til sín, en að Tottenham hefði engan áhuga á að samningaviðræðum við önnur félög.