Samvæmt spænska miðlinum AS ætlar Chelsea að blanda sér í baráttuna um Lionel Messi.
Það kom fram í gær að hinn 34 ára gamli Messi yrði ekki áfram hjá Barcelona. Hann hafði verið hjá félaginu frá aldamótum.
Samningur Messi rann út fyrr í sumar. Leikmaðurinn vildi skrifa undir nýjan og félagið vildi endursemja. Vegna fjárhagsstöðu félagsins og reglna La Liga var það hins vegar ekki möguleiki. Því þarf argentíski snillingurinn að finna sér nýtt félag.
Paris Saint-Germain er talið leiða kapphlaupið um Messi. Einhverjir héldu því fram að Manchester City myndi einnig blanda sér í baráttuna um leikmanninn en svo verður ekki.
Chelsea verður þess í stað félagið sem mun berjast við PSG um leikmanninn.
Enska félagið hefur verið sterklega orðað við Romelu Lukaku hjá Inter og Jules Kounde hjá Sevilla. Það stoppar það ekki í að reyna við Messi.