Barcelona setti saman langt myndband til að þakka Lionel Messi fyrir hans störf hjá félaginu. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.
Hinn 34 ára gamli Messi verður ekki áfram hjá Barcelona. Hann hefur verið hjá félaginu frá því um aldamótin.
Samningur Messi við Barcelona rann út fyrr í sumar. Búist var þó við að hann myndi skrifa undir nýjan. Allt kom fyrir ekki.
Argentínumaðurinn vildi vera áfram og Barcelona vildi sömuleiðis halda honum. Vegna fjárhagsstöðu félagsins og reglna La Liga var það hins vegar ekki mögulegt.
Á myndbandinu má sjá brot af Messi allt frá því að hann var barn í akademíu Barcelona og þar til hann varð stærsta stjarna liðsins. Njótið.
Thank you, Leo. pic.twitter.com/cdS9xWe8Me
— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 5, 2021