Lionel Messi er hissa og í áfalli yfir því að fá ekki nýjan samning hjá Barcelona. Sjálfur vildi leikmaðurinn vera áfram en á endanum gat Katalóníustórveldið ekki samið við hann.
Hinn 34 ára gamli Messi varð samningslaus hjá Barcelona fyrr í sumar. Hann ætlaði sér þó alltaf að semja aftur við félagið. Hann beið einfaldega eftir því að félagið myndi setja saman samning fyrir sig. Argentínumaðurinn var sagður tilbúinn til þess að taka á sig töluverða launalækkun til að vera áfram.
Nú er Messi heima hjá sér í Barcelona ásamt föður sínum og umboðsmanni, Jorge Messi. Þeir fara þar yfir hugsanleg næstu skref.
Messi hélt til Katalóníu á fimmtudag eftir sumarfrí sitt. Hann hélt að hann myndi ganga frá síðustu smáatriðum í nýjum fimm ára samningi sínum við Barcelona þá. Allt kom fyrir ekki.
Báðir aðilar, Barcelona og Messi, vildu endursemja en vegna fjárhagsreglna La Liga var það ekki hægt. Joan Laporta, forseti félagsins, viðrukenndi á blaðamannafundi í morgun að fjárhagsstaða félagsins væri afar slæm.
Hingað til hefur Messi ekki haft neitt varaplan þar sem áætlunin var alltaf að vera áfram hjá Barcelona. Hann mun þó á næstu dögum hlusta á tilboð frá öðrum félögum.