fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Messi er í áfalli – Ekki með neitt varaplan

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 10:42

Lionel Messi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi er hissa og í áfalli yfir því að fá ekki nýjan samning hjá Barcelona. Sjálfur vildi leikmaðurinn vera áfram en á endanum gat Katalóníustórveldið ekki samið við hann.

Hinn 34 ára gamli Messi varð samningslaus hjá Barcelona fyrr í sumar. Hann ætlaði sér þó alltaf að semja aftur við félagið. Hann beið einfaldega eftir því að félagið myndi setja saman samning fyrir sig. Argentínumaðurinn var sagður tilbúinn til þess að taka á sig töluverða launalækkun til að vera áfram.

Nú er Messi heima hjá sér í Barcelona ásamt föður sínum og umboðsmanni, Jorge Messi. Þeir fara þar yfir hugsanleg næstu skref.

Messi hélt til Katalóníu á fimmtudag eftir sumarfrí sitt. Hann hélt að hann myndi ganga frá síðustu smáatriðum í nýjum fimm ára samningi sínum við Barcelona þá. Allt kom fyrir ekki.

Báðir aðilar, Barcelona og Messi, vildu endursemja en vegna fjárhagsreglna La Liga var það ekki hægt. Joan Laporta, forseti félagsins, viðrukenndi á blaðamannafundi í morgun að fjárhagsstaða félagsins væri afar slæm.

Hingað til hefur Messi ekki haft neitt varaplan þar sem áætlunin var alltaf að vera áfram hjá Barcelona. Hann mun þó á næstu dögum hlusta á tilboð frá öðrum félögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool