Aberdeen sigraði Breiðablik í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Aberdeen var komið í 2-0 forystu eftir 11 mínútna leik með mörkum frá Christian Ramirez og Lewis Ferguson. Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn á 16 mínútu eftir góðan undirbúning Árna Vilhjálmssonar sem skoraði sjálfur úr vítaspyrnu á 43 mínútu og jafnaði metin í 2-2.
Christian Ramirez skoraði annað mark sitt í leiknum á 49. mínútu og þar við sat. 3-2 sigur Aberdeen niðurstaða.
Seinni leikur liðanna fer fram í Skotlandi á fimmtudaginn eftir viku.