Tveir leikir fóru fram í 13 umferð Lengjudeild kvenna í kvöld. FH hafði betur í toppslagnum gegn KR á Meistaravöllum og Grindavík sigraði Augnablik á heimavelli.
Sunneva Hröfn Sigurvinsdóttir kom FH-ingum yfir á 26. mínútu með marki beint úr hornspyrnu. Sandra Nabweteme skoraði annað mark FH á 59. mínútu eftir stoðsendingu frá Selmu Dögg Björgvinsdóttur og þar við sat.
Liðin eru hnífjöfn á toppi deildarinnar, bæði með 29 stig eftir 13 leiki en FH er með betri markatölu.
Í hinum leik kvöldsins mættust Grindavík og Augnablik á Grindavíkurvelli. Júlía Ruth Thasaphong gerði eina mark leiksins fyrir Grindavík á 68. mínútu.
Grindavík er í 6. sæti með 14 stig eftir 13 leiki. Augnablik situr á botni deildarinnar með 8 stig eftir 12 leiki.
KR 0 – 2 FH
0-1 Sunneva Hröfn Sigurvinsdóttir (’26)
0-2 Sandra Nabweteme (’59)
Grindavík 1 – 0 Augnablik
1-0 Júlía Ruth Thasaphong (’68)