Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Fram sigraði Fjölni 2-0 á heimavelli og Grótta vann Selfoss 2-1 á Vivaldivellinum.
Þórir Guðjónsson kom Frömurum yfir á 35. mínútu en seinna markið í leiknum kom í uppbótartíma. Már Ægisson skoraði það eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Fram er langefst í deildinni með 38 stig eftir 14 leiki. Fjölnir er í 3. sæti með 23 stig eftir 15 leiki.
Í leik Grótta og Selfoss var Grótta komið í 2-0 forystu eftir 48 mínútur með mörkum frá Pétri Árnasyni og Arnari Helgasyni. Kenan Turudija minnkaði muninn fyrir Selfoss á 61. mínútu en það dugði ekki til og 2-1 sigur Grótta staðreynd.
Lokatölur:
Fram 2 – 0 Fjölnir
1-0 Þórir Guðjónsson (’35)
2-0 Már Ægisson(’91)
Grótta 2– 1 Selfoss
1-0 Pétur Árnason (’34)
2-0 Arnar Helgason (’48)
2-1 Kenan Turudija (’61)