Manchester City hefur tilkynnt komu enska landsliðsmannsins Jack Grealish til félagsins á 100 milljónir punda sem er metfé fyrir breskan leikmann. Grealish kemur frá Aston Villa en hann gekk til liðs við akademíuna þar þegar hann var aðeins sex ára gamall. Hann skrifar undir sex ára samning við Englandsmeistarana í Man City og mun klæðast treyju númer 10.
„City er besta liðið í landinu og þjálfarinn er talinn einn sá besti í heiminum,“ sagði Grealish.
„Það er draumur að vera hluti af þessu félagi.“
HE’S HERE!
We are delighted to announce the signing of @JackGrealish on a six-year deal.
Welcome to City, Jack! 💙
🔷 #ManCity | https://t.co/axa0klD5re pic.twitter.com/5Y3gMREmKL
— Manchester City (@ManCity) August 5, 2021