Lionel Messi verður ekki áfram hjá Barcelona. Ítalski fótboltablaðamaðurinn Fabrizio Romano staðfestir þetta í nýrri stöðuuppfærslu. Romano segir ekki hver næsti áfangastaður hans verður en Argentínumaðurinn hefur verið orðaður við Manchester City á undanförnum árum.
Samningur hans hjá Barcelona rann út í sumar og gert var ráð fyrir að hann myndi endurnýja hann en hann hefði þurft að taka á sig mikla launalækkun til þess.
Messi er goðsögn í Barcelona og hefur verið hjá félaginu síðan hann var 13 ára gamall. Hann hefur spilað 520 deildarleiki fyrir félagið og skorað 474 mörk sem er mest af öllum leikmönnum félagsins frá upphafi.
OFFICIAL. Lionel Messi will not continue at Barcelona. 🚨 #FCB #Messi
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2021