fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Sjáðu myndirnar: Þetta eru Íslendingarnir sem mótmæltu bólusetningum í dag

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 17:30

Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur fjöldi fólks mælti sér mót við heilbrigðisráðuneytið í hádeginu í dag til að mótmæla bólusetningum barna gegn Covid-19. Undanfarna tvo daga hefur birst heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem athygli er vakin á málstaðnum og mótmælum dagsins. Þar kemur meðal annars fram að skipuleggjendur mótmælana eru þau Hrólfur Hreiðarsson, Martha Ernstdóttir, Kristín Johansen, Þórdís B. Sigurþórsdóttir og Þröstur Jónsson.

„Covid-19 bóluefnin eru á rannsóknarstigi til ársins 2023. Aukaverkanir vegna þeirra eru fleiri og alvarlegri en okkur var sagt í upphafi. 24 tilkynningar um aukaverkanir hafa borist Lyfjastofnun í hópnum 12-17 ára, þar af fimm alvarlegar. Tvö börn hafa þurft sjúkrahúsinnlögn og tilfelli hjá þremur börnum voru metin klínískt mikilvæg. Aðeins hluti hópsins 12-15 ára hefur þegar verið bólusettur. Til samanburðar hefur ekkert barn eða ungmenni þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 hér á landi,“ segir í auglýsingunni sem birtist í morgun.

Sjá einnig: Mótmæli gegn bólusetningu barna auglýst á heilsíðu í Mogganum – „Aukaverkanir vegna þeirra eru fleiri og alvarlegri en okkur var sagt í upphafi“

Ljóst er að auglýsingarnar báru einhvern árangur því fólk mætti á mótmælin í dag. Þá mættu þangað einnig fólk sem mótmælti mótmælunum, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Mynd/Eyþór

Hér fyrir neðan má svo sjá fleiri myndir af þeim sem mótmæltu bólusetningunum fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í dag:

Mynd/Eyþór
Mynd/Eyþór
Mynd/Eyþór
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“
Fréttir
Í gær

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla