fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Furðulegt afmælismyndband Meghan Markle vekur athygli

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 19:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og hertogaynjan Meghan Markle fagnar 40 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins bjó hún til myndband ásamt vinkonu sinni, Melissa McCarthy, og hefur það vekið mikla athygli vestanhafs og í Bretlandi.

Í myndbandinu segist hún hafa beðið 40 konur um það að nýta 40 mínútur af tíma sínum í að hjálpa einhverri konu sem þarf hjálp eða leiðbeiningar.

Hún tekur fram að milljónir kvenna hafi misst vinnuna sína í kjölfar heimsfaraldursins og því þurfi konur að standa saman og hjálpa hvorri annarri.

Í myndbandinu ræða þær mögulegt vináttuhúðflúr og Suits-endurfundi en Meghan skaust upp á stjörnuhimininn með leik sínum í þáttunum. Hún yfirgaf þá stuttu eftir að hún kynntist Harry Bretaprins.

Talandi um Harry þá átti hann ansi óvænta innkomu í myndbandinu. Í lok þess má sjá nokkur klúður úr tökum þess og í einni klippunni sést í Harry labba framhjá glugga fyrir aftan Meghan að halda boltum á lofti. Við að sjá það fer Melissa að hlæja.

Meghan eignaðist dóttur í byrjun júní á þessu ári en hún heitir Lilibet Diana Mountbatten-Windsor og er því skírð í höfuðið á ömmu sinni og langömmu. Þau hjónin hafa aldrei birt mynd af henni en talið er að sjá megi glitta í mynd af henni á skrifborði Meghan í myndbandinu.

Myndbandið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni