fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Segir Kane geta eyðilagt orðspor sitt hjá Tottenham

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. ágúst 2021 17:00

Harry Kane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, Liverpool-goðsögn og sparkspekingur, segir að Harry Kane gæti eyðilagt orspor sitt með því að taka upp á hlutum eins og að mæta ekki á æfingar.

Kane mætti ekki til æfinga hjá Tottenham í morgun. Hann átti að snúa aftur í dag eftir stutt frí.

Framherjinn hefur verið orðaður við Manchester City í allt sumar. Nú virðist sem svo að hann ætli að þvinga í gegn félagaskiptum frá Tottenham.

,,Það er rangt að mæta ekki á æfingu. Við vitum öll að hann vill fara og skiljum af hverju. Harry ætti samt ekki að eyðileggja samband sitt við stuðningsmenn sem dá hann bara til að komast frá félaginu. Spurs verður alltaf hans félag,“ skrifaði Carragher á Twitter.

Kane er samningsbundinn Tottenham til ársins 2024. Hann telur sig þó hafa gert heiðursmannasamkomulag við félagið síðasta sumar um að fá að vera seldur í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham