Nú er í gangi æfingaleikur Manchester United og Brentford og er íslenski markmaðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson á bekknum. Þegar þetta er skrifað er staðan 1-1.
Brentford endaði í 3. sæti Championship deildarinnar á síðustu leiktíð og tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð í gegnum umspil. Patrik var á láni hjá Silkeborg á síðustu leiktíð.
🚨 TEAM NEWS 🚨
Here's how we line-up tonight at Old Trafford#BrentfordFC #MUNBRE pic.twitter.com/w5qXK5CgNw
— Brentford FC (@BrentfordFC) July 28, 2021
Einnig er leikur Midtjylland gegn Celtic í undankeppni Meistaradeildarinnar í gangi og þar er Elías Rafn Ólafsson á bekknum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf að grípa til framlengingar.
Elías Rafn Ólafsson gekk til liðs við Midtjylland árið 2018 en hefur verið lánaður til Aarhus og Fredericia síðustu tímabil.
📋 START-XI
Holdet der skal spille os videre ✊#FCMCEL
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) July 28, 2021
Báðir markmennirnir koma frá Breiðablik og eru afar efnilegir. Spennandi verður að fylgjast með hvort þeir fái tækifæri til þess að spreyta sig með sínum liðum. Þeir voru báðir valdir í síðasta landsliðshóp okkar Íslendinga.