fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Wizz Air hefur flug milli Keflavíkurflugvallar og Rómar

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungverska flugfélagið Wizz Air hóf á mánudaginn beint flug milli Íslands og Róm í fyrsta sinn. Flugfélagið mun fljúga þrisvar sinnum í viku á milli Keflavíkurflugvallar og Rómar, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Róm er annar áfangastaður Wizz Air á Ítalíu og sá 12 í Evrópu. Fyrsta vélin frá Róm lenti á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum á mánudaginn og var boðin velkomin með heiðursvatnsboga.

„Áhugi Ítala á Íslandi og Íslendinga á Ítalíu fer sífellt vaxandi og er því mikið gleðiefni að geta bætt þessari flugleið við. Við höfum alltaf áhuga á að þróa leiðakerfi okkar í tengslum við Ísland og vonumst til að geta bætt við fleiri áfangastöðum,“ segir Andras Rado, samskiptastjóri Wizz Air.

„Það er alltaf ánægjulegt þegar að við bætum við okkur flugleiðum og fögnum við því þessum nýja áfangastað. Ofan á það er einnig gaman að sjá flugvöllinn vera að komast í fyrra horf og að samkeppni milli flugfélaga sé sífellt að aukast á sama tíma. Wizz Air hélt áfram flugi um Keflavíkurflugvöll í vetur og hefur haldið því áfram og bætt við nú í sumar,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia.

Flugfélagið Wizz Air er eitt 20 flugfélaga sem bjóða upp á áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli til 12 áfangastaða. Wizz Air er með fjölda tenginga við borgir í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann