fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Wizz Air hefur flug milli Keflavíkurflugvallar og Rómar

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungverska flugfélagið Wizz Air hóf á mánudaginn beint flug milli Íslands og Róm í fyrsta sinn. Flugfélagið mun fljúga þrisvar sinnum í viku á milli Keflavíkurflugvallar og Rómar, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Róm er annar áfangastaður Wizz Air á Ítalíu og sá 12 í Evrópu. Fyrsta vélin frá Róm lenti á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum á mánudaginn og var boðin velkomin með heiðursvatnsboga.

„Áhugi Ítala á Íslandi og Íslendinga á Ítalíu fer sífellt vaxandi og er því mikið gleðiefni að geta bætt þessari flugleið við. Við höfum alltaf áhuga á að þróa leiðakerfi okkar í tengslum við Ísland og vonumst til að geta bætt við fleiri áfangastöðum,“ segir Andras Rado, samskiptastjóri Wizz Air.

„Það er alltaf ánægjulegt þegar að við bætum við okkur flugleiðum og fögnum við því þessum nýja áfangastað. Ofan á það er einnig gaman að sjá flugvöllinn vera að komast í fyrra horf og að samkeppni milli flugfélaga sé sífellt að aukast á sama tíma. Wizz Air hélt áfram flugi um Keflavíkurflugvöll í vetur og hefur haldið því áfram og bætt við nú í sumar,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia.

Flugfélagið Wizz Air er eitt 20 flugfélaga sem bjóða upp á áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli til 12 áfangastaða. Wizz Air er með fjölda tenginga við borgir í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum