fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

38 greindust utan sóttkvíar – „Mikil vonbrigði,“ segir Hjördís

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 11:14

Hjördís Guðmundsdóttir. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls greindust 56 innanlandsmit af Covid-19 í gær og þar af voru 38 utan sóttvíar. Af smituðum voru 11 óbólusettir en 43 voru fullbólusettir. Afgangurinn hafði fengið fyrri sprautu.

Aðspurð segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, að þetta séu vissulega mikil vonbrigði. „Ég held að það sé þannig hjá öllum, ég held að allri þjóðinni líði þannig. Við erum enn og aftur að tala um þessa fordæmalausu tíma sem við lifum á,“ segir Hjördís.

Aðspurð hvort hún telji að stefni í samkomutakmarkanir innanlands á ný, segist Hjördís alveg eins eiga von á því. „Ég held að Þórólfur hafi svarað því undanfarið að hann sé að hugleiða það.“

Hún bendir á að fréttir undanfarna daga hafa án nokkurs vafa ýtt fólki í skimun en vissulega séu greinileg einkenni hjá þeim sem koma. Aðeins einn er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn en Hjördís bendir á að það taki tvær vikur að koma í ljós hvort alvarleg veikindi verða. „Við vonum auðvitað að svo verði ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum
Fréttir
Í gær

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
Fréttir
Í gær

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Í gær

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“