fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Banamaður Daníels handtekinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. júlí 2021 14:30

Razvan Nicolas. Skjáskot Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt öruggum heimildum DV hefur rúmenskur maður, Razvan Nicolas, sem varð Daníel Eiríkssyni að bana þann 2. apríl síðastliðinn, verið handtekinn.

Daníel Eiríksson fannst illa leikinn á jörðinni fyrir utan heimili sitt í Kópavogi, aðeins tveimur klukkustundum áður en hann átti að mæta í viðtal hjá ráðgjafa í aðdraganda innlagnar inn á meðferðarheimilið Vog. Daginn eftir, þann 3. apríl, var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Í kjölfarið voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir en tveimur var sleppt úr haldi. Razvan Nicolas var þá einn grunaður í málinu en hann er talinn hafa ekið á Daníel. Razvan ber því við að um slys hafi verið að ræða, Daníel hafi hangið utan á bílnum og fallið í jörðina þegar maðurinn ók burtu. Líkt og DV hefur greint frá leggja ástvinir Daníels lítinn trúnað á þá frásögn.

Razvan rauf farbann fyrir skömmu og fór úr landi á fölskum skilríkjum. Þegar síðast var vitað stóð til stefndi lögregla að því að fá útgefna á hann alþjóðlega handtökuskipun. Lögregla gaf DV ennfremur þær upplýsingar hún að ætti von á að hafa hendur í hári mannsins.

Razvan hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eftir að hann flúði úr landi og meðal annars sýnt seðlabúnt og skartgripi og stært sig af lífsstíl sínum. Fjölskylda Daníels heitins staðhæfir að Razvan hafi aflað sér fjármuna með fíkniefnasölu.

Sjá einnig: Seðlabúnt, skartgripir og flugferðir: Banamaður Daníels birtir myndbönd á TikTok

Ekki hefur fengist staðfest hvar Razvan var handtekinn en það var að öllum líkindum í Rúmeníu. Ekki náðist í Margeir Sveinsson hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar, en hann hefur svarað fyrir málið fyrir hönd lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu