fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

„Voru dauðhræddar“: Átta ára stúlka varð fyrir rafbyssuárás við Gufunesbæ – „Dóttir mín var svo skotin í lærið með byssunni“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 20:00

Frá Gufuneshverfi en íbúar þar óttast mjög áhrif Sundabrautar á náttúru og búsetu á svæðinu. Mynd: DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta ára stelpa var að leika sér ásamt vinkonum sínum í Gufunesbæ á fimmtudagskvöld þegar hún varð fyrir árás drengja á táningsaldri sem voru vopnaðir straumbyssu. Frá þessu greinir móðir stúlkunnar, Silja Pálsdóttir, í Facebook-hópi fyrir Grafarvogsbúa, en dóttir hennar var skotin í lærið með byssunni.

Færslan er eftirfarandi:

„Í kvöld var 8 ára dóttir mín ásamt vinkonum að leika sér í Gufunesbæ. Sem ætti að vera ágætlega öruggt útivistarsvæði fyrir börn að leika sér á, ekki satt? Nema það að þarna voru unglingsstrákar í 9. bekk með straumbyssu að hræða 8 ára börn og yngri. Dóttir mín var svo skotin í lærið með byssunni. Strákarnir voru á vespum og héldu áfram að hræða þær með því að elta þær. Þær drifu sig á hlaupahjólum heim til vinkonu dóttur minnar og voru dauðhræddar þegar heim var komið. Foreldrar stráka í 9. bekk. Endilega ræðið við drengina ykkar.“

Í samtali við DV tekur Silja fram að í lagi sé með dóttur sína, en er þó ansi ósátt með að þarna hafi leiksvæði sem stúlkurnar hafi upplifað sem öruggan stað verið eyðilagt í hugum þeirra. „Einhverjar stelpur tóku fram að þær langi aldrei aftur að fara í Gufunesbæ að leika, þar sem þær vilja aldrei aftur verða svona hræddar. Þarna voru þessir drengir að eyðileggja það sem stelpurnar litu á sem öruggt leiksvæði í sínu nærumhverfi.“

Líkt og kom fram í færslu Silju biður hún foreldra drengja í níunda bekk að ræða við börnin sín. Hún segist vera búin að fá margar ábendingar um hvaða hópur sé þarna á ferð, margir í hverfinu kannist við þessa drengi. „Ég fékk margar ábendingar og þetta virðist vera sami hópur af strákum sem eru greinilega stjórnlausir. Margir í hverfinu sem kannast við þá.“

Þá upplýsir hún DV um að hún ætli að tilkynna málið til lögreglu á mánudag. „Það þarf að grípa inn í strax svo börnunum finnist þau vera örugg í sínu hverfi. Þessir strákar átta sig kannski ekki á alvarleika málsins,“ segir Silja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“