fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Veitingastaðir fórnarlömb Covid-19 – Smit á Jómfrúnni og Gló

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindist Covid-smit á veitingastaðnum Jóm­frú­nni. Það var starfsmaður sem var smitaður, en hann var síðast í vinnu á mánu­dag. Mbl greinir frá þessu. Fram kemur að 24 starfs­menn verði send­ir í skimun vegna smitsins, en ekki svo virðist sem gestir staðarins muni sleppa við það.

„Eins og viðbúið er miðað við aðstæðurn­ar í sam­fé­lag­inu þá kom upp smit hjá ein­um starfs­manni á Jóm­frúnni. Það kom í ljós í gær og það eru tvær vakt­ir á Jóm­frúnni sem þurfa að fara í skimun en okk­ur sýn­ist að af­leiðing­arn­ar fyr­ir rekst­ur­inn þurfi ekki að vera meiri en svo. Hér eru auðvitað all­ir bólu­sett­ir,“ er haft eftir Jakobi E. Jak­obs­syni, eiganda og fram­kvæmda­stjóra Jóm­frú­ar­inn­ar.

Einnig er komið upp smit á Gló, en það kemuir fram í Facebook-færslu frá veitingastaðnum. Aftur var um starfsmann að ræða, sem veldur því að aðrir starfsmenn munu þurfa að fara í sóttkví. Færslan er eftirfarandi:

„Kæru viðskiptavinir.
Því miður kom upp staðfest Covid-19 hjá einum starfsmanni Gló í gær og þurfum við því að loka staðnum á meðan starfsmenn okkar eru í sóttkví og staðurinn verður sótthreinsaður.
Smitrakningarteymið hefur staðfest við okkur að viðskiptavinir okkar þurfi ekki að hafa áhyggjur. Við þökkum ykkur fyrir skilninginn og hlökkum til að taka vel á móti ykkur þegar við opnum aftur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár