Í gær greindist Covid-smit á veitingastaðnum Jómfrúnni. Það var starfsmaður sem var smitaður, en hann var síðast í vinnu á mánudag. Mbl greinir frá þessu. Fram kemur að 24 starfsmenn verði sendir í skimun vegna smitsins, en ekki svo virðist sem gestir staðarins muni sleppa við það.
„Eins og viðbúið er miðað við aðstæðurnar í samfélaginu þá kom upp smit hjá einum starfsmanni á Jómfrúnni. Það kom í ljós í gær og það eru tvær vaktir á Jómfrúnni sem þurfa að fara í skimun en okkur sýnist að afleiðingarnar fyrir reksturinn þurfi ekki að vera meiri en svo. Hér eru auðvitað allir bólusettir,“ er haft eftir Jakobi E. Jakobssyni, eiganda og framkvæmdastjóra Jómfrúarinnar.
Einnig er komið upp smit á Gló, en það kemuir fram í Facebook-færslu frá veitingastaðnum. Aftur var um starfsmann að ræða, sem veldur því að aðrir starfsmenn munu þurfa að fara í sóttkví. Færslan er eftirfarandi: