fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Dohop tengir easyJet og þýsku járnbrautirnar

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 10:26

Kristján Guðni Bjarnason, tæknistjóri Dohop (t.v.) og Ingi Fjalar Magnússon, tæknilegur vörustjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska flugfélagið easyJet og þýsku járnbrautirnar Deutsche Bahn (DB) opnuðu nýja sameiginlega bókunarvél með pomp og prakt á Brandenborgarflugvellinum í Berlín í gær. Viðskiptavinir félaganna tveggja geta nú tengt saman bókanir á jörðu sem á himni í gegnum tækni Dohop sem knýr „Worldwide by easyJet“ kerfið.

Samstarf easyJet og Deutsche Bahn er í takt við þær breytingar sem eru að eiga sér stað innan Evrópu er varða aukna fjárfestingu í járnbrautakerfum álfunnar. Með þessari nýjung verður enn auðveldara að tengja saman bókanir og að ferðast um járnbrautakerfi Þýskalands. Ferðalögin verða einnig sveigjanlegri og sjálfbærari. Íslendingar njóta einnig góðs af þessum nýju tengimöguleikum, þar sem easyJet flýgur til Berlínar frá Keflavík.

Tengingarnar, sem nú eru aðgengilegar í Þýskalandi um Berlín, gera ferðamönnum kleift að heimsækja og bóka ferðir til borga eins og Leipzig, Dresden, Magdeburg, Hannover og Wolfsburg. Með því að sameina lest og flug tengir easyJet saman um fimm milljón manna í nágrenni Berlínar við leiðakerfi sitt og samhliða því, auðveldar ferðamönnum að upplifa borgirnar í nágrenni við Berlín.

„Eftir að hafa flogið í rúmlega 17 ár til Berlínar, tekur easyJet næsta skref og eykur tengingu Brandenborgarflugvallar í Berlín við nærliggjandi sambandsríki. Samstarfið við Deutsche Bahn býður ferðamönnum upp á áreiðanlegar tengingar við allt að 70 áfangastaði um alla Evrópu í gegnum Berlín. Þessi framsýna lausn er næsta skref í átt að sjálfbærum ferðalögum,“ segir Stephan Erler, svæðisstjóri easyJet í Þýskalandi.

„Það er stórt skref fyrir Dohop að tengja saman easyJet og Deutsche Bahn. Við höfum unnið mjög náið með þessum fyrirtækjum sem eru bæði leiðtogar á sviði sjálfbærni í ferðaþjónustu. Þessi nýja lausn er skref í átt að aukinni sjálfbærni í ferðalögum og mun koma til með að móta ferðamáta í framtíðinni. Við erum mjög stolt af lausninni sem er stærsta nýjung Dohop til þessa,“ segir Kristján Guðni Bjarnason, tæknistjóri Dohop.

Samstarf easyJet, Deutsche Bahn og Dohop er fyrsta stafræna “intermodal” tenging sinnar tegundar í heiminum. Kerfin frá Dohop hafa til þessa tengt saman flugfélög á hagkvæman og skilvirkan hátt en markaðurinn og löggjafinn hafa kallað eftir breytingum og easyJet og Deutsche Bahn hafa nú svarað því ákalli með samstarfi sínu við Dohop.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár