fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

„Ef þessi að­ferð er sam­þykkt getur hver sem er fyrirhafnarlaust rústað mann­orði hvers sem er“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki verða allar sögurnar sem birtust nafnlaust á TikTok-síðu Öfga er vörðuðu meint kynferðisbrot Ingólfs Þórarins­sonar, Ingó Veðurguðs, kærðar til lögreglu, heldur einungis tíu þeirra. Þær sögur sem verða kærðar varða hátt­semi sem varðað getur þungri fangelsis­refsingu. Frá þessu greinir Fréttablaðið í morgun.

Sögurnar sem um ræðir varða meðal annars nauðgun, nauðgunartilraun. líkamlegt ofbeldi og þá er Ingó sakaður um að óviðeigandi, og jafnvel ólöglega hátt­semi gagnvart börnum eða ung­mennum undir lög­aldri.

Haft er eftir Vil­hjálmi H. Vil­hjálms­syni, lögmanni Ingólfs, að mikill munur sé á reynslu­sögum varðandi ó­þægi­lega upp­lifun eða ásökunum um alvarleg kynferðisbrot: „Það er grund­vallar­munur á reynslu­sögum um ó­þægi­lega upp­lifun og á­sökunum um svívirði­leg af­brot, svo sem nauðgun og kyn­ferðis­brot gegn börnum,“

Vilhjálmur heldur áfram. Hann segir að málið sé bæði aðför að frið­helgi einka­lífs og æru Ingós, og líka sjálfu réttar­ríkinu. Hann heldur því fram að ef aðferðin sem var notuð til að koma sögunum um Ingó á framfæri verði samþykkt verði afleiðingin sú að hver sem er geti eyðilagt mannorð hvers sem er.

„Það að hópur fólks hafi á­kveðið að beita fyrir sig slag­krafti sam­fé­lags­miðla og ráðast á um­bjóðanda minn með nafn­lausum ósönnum á­sökunum um al­var­leg kyn­ferðis­brot gegn börnum og nauðganir, er ekki bara gróf að­för að frið­helgi einka­lífs og æru um­bjóðanda míns, heldur líka réttar­ríkinu. Því ef þessi að­ferð er sam­þykkt getur hver sem er fyrir­hafnar­laust rústað mann­orði hvers sem er í skjóli nafn­leyndar. Þess vegna voru höfundar þessara nafn­lausu ó­sönnu sagna um al­var­leg kyn­ferðis­brot umbjóðanda míns kærðir til lög­reglu en annað látið liggja á milli hluta,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“