fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Helgi afbrotafræðingur lýsir göllum á #metoo bylgjunni – „Þetta er ekki réttarríkið sem við sjáum fyrir okkur í siðuðu samfélagi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 18:00

Helgi Gunnlaugsson, Afbrotafræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að sú þróun mála í umræðu um kynferðisbrot að tilteknir einstaklingar séu teknir fyrir á samfélagsmiðlum sé óæskileg. Hann segir:

„Að sumu leyti er því kom­inn nýr far­veg­ur til þess að stíga fram í kjöl­far met­oo. Við vilj­um aft­ur á móti ekki sjá mál­um háttað á þess­um grund­velli sem er að blasa við okk­ur núna, þetta er ekki rétt­ar­ríkið sem við sjá­um fyr­ir okk­ur í siðuðu sam­fé­lagi. Að hóp­ur ein­stak­linga taki sig sam­an gegn ein­um nafn­greind­um ein­stak­lingi með aðstoð sam­fé­lags­miðla þar sem aðeins önn­ur hliðin kem­ur fram og ekki er unnt að svara fyr­ir ásak­an­irn­ar. Við vilj­um að þegar mál af þessu tagi koma upp  séu þau uppi á yf­ir­borðinu og jafn­ræðis gætt. Maður skil­ur þolend­ur samt mjög vel því þeir virðast ekki sjá  ann­an far­veg til að lýsa reynslu sinni. Þetta seg­ir okk­ur til um það hvernig ferli mála af þessu tagi er háttað í sam­fé­lag­inu.“

Helgi segir að öllu ægi saman í þessari umræðu, jafnt vægum atvikum sem alvarlegum afbrotum:

„Það er ekki nokk­ur leið fyr­ir okk­ur að segja til um hvað sé í sjálfu sér þarna á ferðinni. Þetta er eitt­hvað sem ger­ist á milli tveggja ein­stak­linga fyrst og fremst. Öllu grautað sam­an í umræðunni, sumt al­var­leg brot, en annað mögu­lega frek­ar ámæl­is­vert eða siðferðis­lega rangt og er óþægi­leg lífs­reynsla sem fólk er ekki endi­lega að kæra.“

Helgi segir að það vanti nýtt millistig í dómskerfinu þar sem hægt er að gera upp kynferðisbrot af vægari taginu eða óþægilega upplifun þolenda sem þó sé ekki tilefni til kæru. Sér hann þar frekar fyrir sér ákveðna sáttamiðlun en refsidóma:

„Þarna er ein­hver reynsla sem æpir á mann að ekki sé hægt að vinna úr í gegn­um rétt­ar­kerfið einkum væg­ari kyn­ferðis­brot. Rétt­ar­ríkið er byggt á ákveðnum meg­in­regl­um sem kem­ur svo í ljós að er mjög þröngt nál­ar­auga fyr­ir reynslu ein­stak­linga af þessu tagi þar sem til að mynda  tveir aðilar eig­ast við með ólíka upp­lif­un. Því velt­ir maður fyr­ir sér hvort það vanti ekki eitt­hvað millistig, ákveðna sáttamiðlun eða borg­ar­legt úrræði, sem hægt er að leita til án þess að fara bein­lín­is inn í þetta hefðbundna rétt­ar­kerfi til þess að leita sátta.“

 

Sjá nánar á mbl.is 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“