fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Ólöf Tara birtir kröfubréfið – „Kærðu það draslið þitt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 09:21

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Ólöf Tara Harðardóttir er ein þeirra 5 einstaklinga sem fengið hefur kröfubréf frá lögmanninum Vilhjálmi Vilhjálmssyni vegna ummæla sinna um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð eins og hann er gjarnan kallaður. Hinir einstaklingarnir eru Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, Edda Falak áhrifavaldur og Sindri Þór Hilmars- Sigríðarson, markaðsstjóri hjá Tjarnarbíó og aktívisti.

Ólöf greindi frá því í færslu  á Twitter-síðu sinni í gær að bréfið væri komið til hennar og birti um leið mynd af kröfubréfinu.

„Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt,“ segir Ólöf í færslunni. Í bréfinu kemur fram að Ingó krefjist þess að fá greiddar 2 milljónir á næstu 5 dögum, auk þess sem hann vill fá afsökunarbeiðni frá Ólöfu vegna ummæla hennar. „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ eru ummælin sem Ingó vill að Ólöf fjarlægji og biðjist afsökunar á. Ólöf hefur frest til 19. júlí næstkomandi til að verða við kröfum tónlistarmannsins.

Hér fyrir neðan má sjá hvað stendur í bréfinu:

„Til mín hefur leitað Ingólfur Þórarinsson og falið mér að gæta hagsmuna sinna vegna ærumeiðandi ummæla sem þú viðhafðir um hann á Facebook og Twitter 28. júní 2021.

Eftirfarandi ummæli eru ærumeiðandi aðdróttanir og varða við 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940:

Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?

Þess er krafist að þú biðjir umbjóðanda minn afsöknar skriflega og birtir afsökunarbeiðnina á Twitter og Facebook. Jafnframt er þess krafist að þú fjarlægir ummælin. Þá er þess krafist að þú greiðir umbjóðanda mínum krónur 2.000.000,- í miskabætur auk lögmannskostnaðar að fjárhæð krónur 250.000,- að meðtöldum virðisaukaskatti.

Veittur er frestur til 19. júlí nk. til þess að verða við ofangreindum kröfum, en að þeim tíma liðnum er áskilinn réttur til málshöfðunnar án frekari viðvörunar.“

Mynd af kröfubréfinu má svo sjá hér fyrir neðan:

Mynd/Twitter

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“