fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Vantar fólk til að sofa fyrir vísindin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Sif Arnardóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, stýrir nú fjögurra ára rannsóknarverkefni sem nefnist Svefnbyltingin. Verkefnið fékk styrk upp á tvo og hálfan milljarð úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. Meðal þess sem rannsakað er í Svefnbyltingunni er kæfisvefn, svefnleysi og fótaóeirð í svefni en þetta eru meðal helstu vandamálanna tengd svefni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að markmiðið með verkefninu sé að nútímavæða og uppfæra rannsóknaraðferðir í kringum kæfisvefn. „Staðreyndin er sú að sé fólk með kæfisvefn þá eru auknar líkur á ýmsum öðrum sjúkdómum, eins og hjartasjúkdómum og háþrýstingi ásamt oft mikilli dagsyfju,“ er haft eftir Ernu.

Hún sagði mikilvægt að rannsaka svefngæði fólks til að komast að því hvort hægt er að bæta þau með einföldum lífsstílsbreytingum eða hvort fólk þurfi að fá frekari þjónustu í heilbrigðiskerfinu. „Sé mikill hluti fólks vansvefta þá hefur það ekki bara áhrif á lífsgæði fólks heldur líka efnahagsleg áhrif, bæði á einstaklinga sem og á samfélagið,“ sagði hún.

Nú er leitað að fólki til að taka þátt í rannsókninni en þátttakendur sofa heima hjá sér í eina nótt með svefnmælibúnað sem mælir öndun, heilarit, augnhreyfingar og fleira til að mæla svefnstig, þar á meðal magn djúpsvefn og draumsvefn. Lára Jónasdóttir, verkefnisstjóri, sagði að verkefnið fari vel af stað og verið sé að leita að fleiri þátttakendum í rannsóknina. „ Við erum að leita að alls konar fólki, bæði einstaklingum sem sofa vel og þeim sem hafa upplifað einhver vandamál tengd svefni, til dæmis þeim sem hefur verið sagt að þau hrjóti og hætti að anda í svefni eða eiga erfitt með svefn. Þeir sem gefa okkur tíma sinn með því að sofa með mælibúnað, fá svo að nokkrum vikum liðnum ítarlega greiningu á svefni sínum,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“