fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Setur sjálfa sig í kynlífsbann fram að hjónabandi – Þetta er ástæðan

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 22:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski áhrifavaldurinn Holly Hagan, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþáttunum Geordie Shore, hefur sett sjálfa sig í kynlífsbann fram að brúðkaupi sínu.

Ástæðan fyrir því að Hagan ætlar að lifa skírlífi er sú að hún vill ekki vera ólétt sjálfan brúðkaupsdaginn, en hún ætlar að giftast unnusta sínum Jacob Blyth á Ibiza á næsta ári. Frá þessu greinir hún í viðtali við The Mirror.

„Þegar ég og Jacob trúlofuðum okkur ákváðum við að stunda ekki kynlíf fram að hjónabandinu. Að hluta til vegna þess að það er rómantískt, en líka vegna þess að ég vil ekki vera ólétt við altarið.“

Hún segist vera þreytt á því að sjá frægar mæður dásama móðurhlutverkið, þar sem það sé í alvörunni erfið vinna.

„Þú verður að vera meðvituð um hvað þú ert að koma þér út í. Þú munt þurfa að gefa upp fullt af skemmtilegum hlutum, þegar þú verður foreldri. Ég elska að sofa út og ég elska frelsið mitt, en þú verður að vera tilbúin að gefa það allt upp á bátinn og ég er ekki viss um að ég geti það.“

Hagan hefur þó viðurkennt að hún tók pásu á kynlífsbanninu, en upphaflega átti brúðkaup hennar og Blyth að fara fram í sumar, en var frestað vegna heimsfaraldursins.

Þá segist hún vera hrædd um að barneignir muni hafa slæmar afleiðingar á líkama sinn, og ætlar sér því að bíða með að verða ólétt.

„Ég held að ég vilji bara kynnast hjónabandslífinu áður en ég fer að skjóta út börnum. Ég er með þennan fallega og unga líkama sem ég hef unnið hörðum höndum að. Ég vil ekki eyðileggja hann strax,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta