Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar víða um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og nótt vegna fólks sem var í annarlegu ástandi. Í miðborginni var einn vakinn sem svaf ölvunarsvefni og var honum komið heim.
Í Hlíðahverfi var óskað eftir aðstoð vegna manns sem var til vandræða í móttöku hótels og neitaði að yfirgefa hana. Í miðborginni var óskað eftir aðstoð á veitingastað vegna ölvaðs viðskiptavinar sem neitaði að yfirgefa veitingastaðinn og hafði haft í hótunum við starfsfólkið. Í Hlíðahverfi óskuðu sjúkraflutningamenn eftir aðstoð vegna manns sem veittist að þeim þegar þeir voru að aðstoða hann. Í Hafnarfirði var ölvaður maður til vandræði í miðbænum í gærkvöldi. Í Grafarvogi var tilkynnt um ölvað fólk sem var til vandræða við skemmtistað. Í miðborginni var óskað eftir aðstoð í að verslun þar sem maður hafði fallið í götuna. Tilkynnt var um innbrot í miðborginni á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ekkert kemur fram í tilkynningu lögreglunnar um hvaða afgreiðslu þessi mál hlutu eða hvort lögreglan sinnti þeim yfirhöfuð.
Tveir féllu af rafskútum í nótt, annar í miðborginni og hinn í Hlíðahverfi. Báðir voru fluttir á bráðadeild.
Tveir voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.