fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Stórhátíð í nýja miðbænum á Selfossi

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 14:43

Mynd/Mummi Lú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjólreiðahátíðin KIA Gullhringurinn fer fram í dag, laugardaginn 10. júlí, á Selfossi en 550 þátttakendur eru skráðir sem gerir viðburðinn að stærsta hjólreiðaviðburði ársins. Mikil eftirvænting er bæði hjá þátttakendum, bæjarbúum og skipuleggjendum en hátíðin verður ræst í nýjum miðbæ á Selfossi sem opnar fyrsta áfanga sinn fyrir gestum sömu helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun ræsa afreksflokkinn en hann ætlar sjálfur að hjóla í fjölskylduvegalengd hátíðarinnar.

Það er brakandi blíða á Selfossi og bærinn er að fyllast af fólki.

Fjölskyldu- og rafmagnshjólaflokkar

KIA Gullhringurinn er stærsti hjólreiðaviðburður ársins og í ár er boðið upp á mun fjölbreyttari vegalengdir sem gerir hátíðina aðgengilegri fyrir fleiri þátttakendur. Hægt er að velja um sex mismunandi flokka sem eru frá 12 km og upp í 90 km. Boðið er upp á flokka með enga tímatöku eða svokallað samhjól og þá eru einnig flokkar sem eru opnir fyrir rafmagnshjólum en algjör sprenging hefur orðið í sölu á þeim. Votmúlahringurinn sem er Selfossbúum af góðu kunnur er stysta leiðin en hún er í minningum margra fyrsta „stóra” hjólreiðaferðin í æsku þeirra.

Formaður SEM er heiðursgestur

Heiðursgestur hátíðarinnar er Arnar Helgi Lárusson sem nýlega hjólaði 400 km á sólarhring á handhjóli, en Arnar Helgi er lamaður fyrir neðan brjóstkassa. Með ferðinni sinni vildi Arnar Helgi vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og safna um leið peningum til að kaupa handhjól fyrir SEM, Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Arnar tekur með sér hóp hreyfihamlaðs hjólreiðafólks en með þessu vilja SEM og skipuleggjendur hátíðarinnar leggja áherslu á það að hjólreiðar eru fyrir alla og að hreyfing er mikilvæg fyrir alla.

Arnar Helgi Lárusson formaður SEM, Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra og fjölskylda hafa verið í fararbroddi í að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða. Mynd/Mummi Lú

Selfoss nýr heimavöllur KIA Gullhringurinn fagnar 10 ára afmæli í ár en síðustu níu ár fór hátíðin fram á Laugarvatni. Í febrúar ákváðu skipuleggjendur hátíðarinnar að þekkjast boð Sveitarfélagsins Árborg og eigenda Sigtúns sem eru að byggja nýja miðbæinn um að koma með keppnina í hjarta Selfoss og hjóla þaðan um Flóann í gegnum Stokkseyri og Eyrarbakka. „Fyrst og fremst erum við að færa hátíðina til að tryggja öryggi keppenda. Flóinn er fallegur og flatur að mestu og á laugardagskvöldum er umferð lítil þannig að hjólreiðafólk nýtur dagsins og kvöldsins í gleði og öryggi,“ segir Þórir Erlingsson forseti mótsstjórnar Víkingamótanna.

Þórir Erlingsson forseti mótstjórnar Víkingamótanna sem stendur fyrir KIA Gullhrings hátíðinni ræsir þátttakendur í fyrra á Laugarvatni. Mynd/Mummi Lú

Gaman að koma með keppnina „heim“

„Því er ekki að neita að það að fá þessa fallegu umgjörð, sem nýi miðbærinn er utan um hátíðina okkar og hjóla síðan í gegnum Stokkseyri og Eyrarbakka er bara yndislegt. Við erum nokkrir hérna í hópi skipuleggjenda sem eru aldnir upp hérna á þessu svæði og okkur þykir gaman að koma með KIA Gullhringinn heim,“ segir Þórir

Sjálfbært og samfélagslega ábyrgt samstarf við Árborg

„Samstarf okkar við Árborg er líka á forsendum sem við viljum kalla sjálfbærar en sveitarfélagið styður við framkvæmd mótsins í formi þríhliða samnings á milli okkar, þeirra, íþróttafélaga og björgunaraðila í sveitarfélaginu. Þannig er þetta fjáröflunarverkefni fyrir uppbyggingu og starfsemi þessara aðila og renna greiðslur beint til þeirra án aðkomu okkar. Þennan hátt höfum við haft á í Hveragerði í kringum Hengill Ultra hlaupið sem er önnur keppni sem við höldum og þetta hefur reynst afskaplega vel þar,“ segir Þórir.

UMFÍ samstarfsaðili

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er samstarfsaðili Víkingamótanna í ár og mun halda utan um árangur þeirra sem taka þátt í öllum mótum sumarsins. Þeir þátttakendur sem ná þeim áfanga fá verðlaun í lok sumars. Síðasta keppnin fer fram þann 11. september.

Mót sem ganga í takt við stefnu UMFÍ

„UMFÍ leggur áherslu á fjölþætta þátttöku landsmanna í íþróttum og hreyfingu. Keppnirnar innan mótaraðarinnar Víkingar eru opnar öllum sem vilja taka þátt. Kjörorð keppnanna kallast einmitt á við stefnu UMFÍ: „Allir keppa, allir vinna og allir velkomnir!“ Mótaröðin rímar einkar vel við gildi okkar og þess vegna erum við með,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

Samstarf við UMFÍ mikill gæðastimpill fyrir verkefnið

„Það er frábært að fá UMFÍ í lið með okkur. Þar fáum við aðgang að mikilli reynslu þeirra sem þar starfa en kynnum á sama tíma UMFÍ og aðildarfélögin fyrir nýju íþróttafólki. Samstarf skilar alltaf árangri og því er ég fullviss um að samvinnan verði báðum til gagns,“ segir Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda mótaraðarinnar. Meðbyr er skipuleggjandi og ábyrgðaraðili mótaraðarinnar en UMFÍ skráir og viðurkennir afrek þátttakenda. „Það er mikil lyftistöng fyrir þau sem taka þátt í allri seríunni að fá viðurkenningu fyrir sín afrek frá jafn virtum félagasamtökum og UMFÍ.“

Hvernig verður maður Víkingur?

Með því að keppa í öllum mótum sumarsins er hægt að vinna sér inn þrjá mismunandi titla en þó ekki alla í einu.

Víkingasveitin: Með því að keppa í einhverri vegalengd í öllum keppnunum í sumar komast keppendur í Víkingasveitina. Íslands-Víkingur: Ætli keppendur sér nafnbótina Íslands-Víkingur þá þurfa keppendur að klára 66km í KIA Gullhringnum, 28km í Eldslóðinni, 26km í Hengill Ultra sem og 23km í Landsnet MTB. Keppendur mega fara lengri vegalengdir en ekki styttri til að ná nafnbótinni. Járn-Víkingur: Til þess að komast í hóp Járn-Víkinga verða þátttakendur að klára 106km í KIA Gullhringnum, 28km í Eldslóðinni, 53km í Hengill Ultra sem og 66km í Landsnet MT

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri