fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Lögreglumenn hlupu rúðubrjót uppi og handtóku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 05:28

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 21 í gærkvöldi var tilkynnt að rúða hefði verið brotin á veitingastað í miðborginni. Rúðubrjóturinn var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom en fannst skammt frá. Hann reyndi þá að komast undan lögreglumönnum en þeir hlupu hann uppi og handtóku. Hann var látinn laus að viðræðum loknum á lögreglustöðinni.

Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um eld í bifreið í Árbæ. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang. Þegar þangað var komið kom í ljós að ekki var um eld að ræða heldur reyk frá útblásturskerfi bifreiðarinnar.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í gærkvöldi og nótt, engin slys á fólki.

Klukkan eitt var maður handtekinn við skemmtistað í miðborginni. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu en hann var í annarlegu ástandi og hafði látið öllum illum látum utan við skemmtistaðinn.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Einn þeirra ók léttbifhjóli. Hann ók gegn rauðu ljósi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar sem náði honum þó að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum